Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Birgir Ármannsson verður forseti Alþingis

Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tilnefnt Birgi Ármansson til forseta Alþingis. Frá þessu sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali í dag. Meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins samþykkti tillögu um tilnefningu hans á fundi fyrr í dag.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna samþykktu að Sjálfstæðisflokkurinn fengi umboð til þess að tilnefna í embættið, en Alþingi mun svo kjósa um hvort þau samþykki tilnefninguna eða ekki.

Bjarni segist öruggur um að tilnefningin verði samþykkt í þinginu. „Ég finn fyrir því að hann hefur ekki bara mikinn stuðning í þingflokki Sjálfstæðismanna, heldur nýtur virðingar og trausts annarra flokka á Alþingi“.