Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vinstri græn samþykkja sáttmálann

Mynd með færslu
 Mynd: Vinstri hreyfingin grænt frambo
80 prósent flokksráðsfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs samþykktu ríkisstjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á flokksráðsfundi hreyfingarinnar í kvöld. Á annað hundrað manns sótti fundinn segir í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum, þar af var tæplega helmingurinn með atkvæðisrétt um sáttmálann.

Miklar umræður urðu um sáttmálann og varð fundur Vinstri grænna lengri en sambærilegir fundir hinna stjórnarflokkanna.

Þar með hafa allir stjórnarflokkarnir samþykkt sáttmálann, og ekkert því til fyrirstöðu að ný ríkisstjórn taki við völdum á morgun.