Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Skothríð beint að húsi í Ósló í nótt

26.11.2021 - 05:26
epa02843441 A police line cordons off the area after parts of Oslo main railway station, Oslo S, were closed and evacuated early on 27 July 2011 after a suitcase with no apparent owner was discovered on one of the platforms. Bomb disposal experts have
 Mynd: EPA - Scanpix Norway
Skotið var að byggingu í Hanshaugen hverfinu í Ósló í Noregi í nótt. Lögregla upplýsir að nokkrum skotum var hleypt af en að enginn særðist í skothríðinni.

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins að því er fram kemur í frétt norska ríkisútvarpsins. Tilkynning barst um atkvikið klukkan hálftvö í nótt að staðartíma og skömmu síðar barst önnur tilkynning og þá frá íbúa í húsinu.

Nokkuð sér á byggingunni eftir skotin að sögn Björns Gunnars Nysæter aðgerðastjóra hjá Óslóarlögreglunni. Lögregla telur útilokað að einhvers konar óhapp hafi orðið og telur samband milli þeirra sem málið snertir.