Diego litli bróðir Mara og Dona er í heiminn fæddur

epaselect epa09602825 A man walks in front of a mural with the image of soccer star Diego Maradona in the Chacarita neighborhood, Buenos Aires, Argentina 25 November 2021. On November 25, 2020, the world shook with the news of the death of soccer star Diego Maradona, one of the most famous athletes of all time. One exact year after his death, the Argentine Justice is still investigating what happened in the days and hours prior to his death.  EPA-EFE/Enrique Garcia Medina
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Diego litli bróðir Mara og Dona er í heiminn fæddur

26.11.2021 - 01:36
Argentísku hjónin Walter og Victoria Rotundo eignuðust dreng í gær sem hlotið hefur nafnið Diego til heiðurs knattspyrnukappanum Diego Armando Maradona sem lést fyrir réttu ári.

Diego litli var tekinn með keisaraskurði en hjónin segja allt hafa gengið eins og í sögu, rétt eins og til hafi staðið. Sá stutti er þó ekki sá eini í fjölskyldunni sem heitir í höfuðið á knattspyrnukappanum.

Tvíburadætur þeirra Rotundo hjóna eru tíu ára og heita Mara og Dona. Walter sendi Maradona mynd af sér með systurnar í fanginu og fékk til baka mynd af Maradona með myndina í höndunum.

Walter lét húðflúra þá mynd á bakið á sér. Hann segist þó aldrei hafa hitt átrúnaðargoðið sitt í eigin persónu.

Walter segir marga syrgja Maradona í dag og það geri hann sjálfur en gleðin yfir fæðingu sonarins slái á sorgina og segir að þótt að 25. nóvember verði alltaf dánardægur Maradonas verði dagurinn líka afmælisdagur Diegos sonar hans. 

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

„Læknarnir drápu Diego“

Mið- og Suður-Ameríka

Sjö ákærðir í tengslum við andlát Maradona

Fótbolti

Tattúveraði Maradona á lærið á sér

Fótbolti

Heimavöllur Napoli heitir nú í höfuðið á Maradona