Ralf Rangnick verður nýr stjóri Manchester United

epa08531802 (FILE) - Leipzig's head coach Ralf Rangnick prior to the German DFB Cup final soccer match between RB Leipzig and FC Bayern Munich in Berlin, Germany, 25 May 2019 (re-issued on 07 July 2020). Ralf Rangnick of Germany have reached a deal with Italian Serie A side AC Milan to become the club's new head coach for the 2020-21 season, media reports claimed on 07 July 2020.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ralf Rangnick verður nýr stjóri Manchester United

25.11.2021 - 15:16
Manchester United hefur náð samkomulagi við Þjóðverjann Ralf Rangnick um að stýra liðinu út leiktíðina. The Athletic greinir frá þessu.

Þetta fullyrðir blaðamaðurinn David Ornstein hjá The Athletic. Rangnick er sagður ráðinn til maíloka og síðan verði hann í tvö ár til viðbótar í ráðgjafastarfi hjá félaginu. Hann fær þó ekki atvinnuleyfi strax og mun því ekki stýra United gegn Chelsea á laugardag. Margir hafa velt því fyrir sér hver yrði ráðinn sem eftirmaður Ole Gunnar Solskjær sem var rekinn frá United á sunnudag og nú virðist sem hann sé fundinn en United er sagt stefna á að ráða Mauricio Pochettino frá PSG næsta sumar.

Rangnick er 63 ára Þjóðverji sem hefur undanfarið  verið yfirmaður fótboltamála hjá Lokomotiv Moskvu. Áður hefur hann stýrt RB Leipzig, Schalke, Hannover og RB Leipzig. Hann hefur stundum verið kallaður Guðfaðir nútímaþjálfunar í heimalandinu.