Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sprengjan hefði getað valdið miklu manntjóni

19.11.2021 - 18:15
epaselect epa09583482 A police officer guards inside a cordon by Rutland Avenue in Liverpool, Britain, 15 November 2021. British police announced the arrest of three men under the Terrorism Act after a car exploded outside the Liverpool Women's Hospital on 14 November, killing one man and injuring another. Rutland avenue is the place where police have confirmed the passenger of the taxi was picked up.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sprengjan sem sprakk inni í leigubíl fyrir utan sjúkrahús í Liverpool á sunnudag hefði getað valdið umfangsmiklu tjóni á mannslífum að sögn bresku lögreglunnar. Sprengjan var heimagerð, og var maðurinn sem bjó sprengjuna til sá eini sem lést þegar hún sprakk inni í leigubíl sem hann sat í.

Leigubílstjórinn komst sjálfur út úr bílnum og slapp lítillega særður. Hann hefur verið hylltur sem hetja í Liverpool fyrir að læsa sprengjumanninn inni í bílnum.

Russ Jackson, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í norðvestanverðu Englandi segir margt nýtt hafa komið fram við rannsóknir síðustu fimm daga. Við sprengjuna voru festar kúlulegur, sem hefðu dreifst hratt út við sprenginguna og valdið fólki miklum skaða sem hefði orðið fyrir þeim. Sprengjumaðurinn skipulagði árásina í minnst sjö mánuði hefur AFP fréttastofan eftir lögreglu.

Sprengjuárásin og morð á breskum þingmanni í október hefur orðið til þess að stjórnvöld hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka úr verulegu í mikið, það næst hæsta. Það þýðir að árás sé mjög líklega yfirvofandi.