Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tilraunaferðir tunglfars SpaceX hefjast á næsta ári

18.11.2021 - 04:17
In this image from video made available by SpaceX, a Starship test vehicle sits on the ground after returning from a flight test in Boca Chica, Texas on Wednesday, May 5, 2021. (SpaceX via AP)
 Mynd: AP
Auðkýfingurinn Elon Musk stofnandi Tesla bílaframleiðandans og eigandi SpaceX segir að fyrsta tilraunaferð Starship geimfars fyrirtækisins sem ætlað að flytja geimfara til tunglsins verði snemma á næsta ári.

Bandaríska geimferðastofnunin samdi fyrr á árinu við SpaceX um hönnun og smíði endurnýtanlegs tunglfars. Musk ræddi hugmyndir sínar og framtíðarsýn í beinu streymi á YouTube. 

Musk segir að fjöldi tilrauna verði gerður í desember og kveðst vonast til að fyrsta geimskotið verði í janúar. Musk áréttar að mikil áhætta fylgi skotinu og því megi allt eins búast við einhverjum vandkvæðum.

Hann telur að Flugmálastjórn Bandaríkjanna gefi út leyfi til notkunar farsins undir árslok. Sömuleiðis er hann vongóður um að Starship verði tilbúið til almennra flutninga þegar árið 2023 en á annan tug tilraunaferða eru fyrirhugaðar allt næsta ár. 

Musk kveðst bjartsýnn á að fyrsta tilraunaferðin verði árangursrík þrátt fyrir allt. Eftir nokkrar misheppnaðar flugtilraunir innan gufuhvolfsins tókst loks að koma stjörnufleynu óskemmdu til jarðar en það er ætlað til endurtekinna ferða.   

„Hugmynd okkar með stjörnufleynu er að flytja fólk og birgðir hvert sem er innan sólkerfisins,“ segir Musk og bætir við að til þess mannkynið getið komið sér fyrir víða um kerfið þurfi að smíða um það bil þúsund för.

Hann vonast jafnframt til þess að í framtíðinni verði unnt að nota förin til enn frekari og víðtækari geimferða og -rannsókna.