Búist er við talsverðum fjölda í sýnatöku vegna COVID-19 á Selfossi í dag.
Lögreglan á Suðurlandi er með viðbúnað vegna þessa og reynir að liðka fyrir umferð í kringum sýnatökustað eins og hægt er, en meðal annars verður tvöföld bílaröð eftir vistgötunni meðfram Ölfusá og að sýnatökustað í bílakjallara Krónunnar.
Lögreglan biður fólk um að sýna tillitsemi og hafa þolinmæði í fyrirrúmi.