Enn að prófa sig áfram eftir 60 ár á bak við linsuna

Mynd: Jóhannes Jónsson / RÚV/Landinn

Enn að prófa sig áfram eftir 60 ár á bak við linsuna

01.11.2021 - 10:32

Höfundar

„Það er eins og ég segi stundum, það er ekki skrúfa eftir. Það er allt breytt,“ segir Pétur Jónasson, ljósmyndari á Húsavík, þegar hann er spurður um það hvernig ljósmyndatæknin hafi þróast síðan hann byrjaði að mynda um miðja síðustu öld. Hann lærði að mynda á filmu og framkalla sjálfur en dundar sér núna við að forrita smáforrit fyrir snjallsíma.

„Þetta er svona hluti af sköpunarþörfinni að geta gert meira,“ segir Pétur en hann hefur alltaf verið heillaður af tækninni og fljótur að tileinka sér nýungar. 

Pétur hefur rekið ljósmyndastofu sína á Húsavík síðan árið 1962 og er hún í dag elsta starfandi ljósmyndastofa landsins. Hann var útnefndur listamaður Norðurþings árið 2020 og af því tilefni er úrval mynda hans nú til sýnis í Safnahúsinu á Húsavík

Landinn fór í myndatöku til Péturs. Hér er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni