Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Slakur fyrri hálfleikur varð Haukum að falli

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Slakur fyrri hálfleikur varð Haukum að falli

28.10.2021 - 21:21
Haukar töpuðu gegn Brno í Evrópubikar kvenna í körfubolta í kvöld, 80-61. Fyrri hálfleikurinn var afleitur hjá Haukum en liðið skoraði aðeins 19 stig í fyrri hálfleik.

Lið Brno er sterkt en Haukar gerðu þeim lífið sannarlega full auðvelt í fyrri hálfleik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-8 og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 45-19 og úrslitin svo gott sem ráðin.

Haukakonur börðust þó til síðustu sekúndu og náðu að laga stöðuna verulega. Þær minnkuðu muninn í 17 stig í þriðja leikhluta og svo í 15 stig í þeim fjórða. 19 stiga tap var svo niðurstaðan, 80-61. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum.