Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Koeman rekinn frá Barcelona

epa09549269 Barcelona's head coach Ronald Koeman reacts  during the Spanish LaLiga soccer match between Rayo Vallecano and FC Barcelona at Estadio de Vallecas stadium in Madrid, Spain, 27 October 2021.  EPA-EFE/Javier Lizon
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Koeman rekinn frá Barcelona

28.10.2021 - 01:32
Hollendingurinn Ronald Koeman, þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, var rekinn eftir að liðið tapaði fyrir Rayo Vallecano í gærkvöld. Liðið er í níunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir úrslit kvöldsins og hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö deildarleikjum undir stjórn Koemans. Síðastliðinn sunnudag tapaði liðið gegn erkifjendunum í Real Madrid, risaslag sem gengur undir heitinu el Clasico, og það á heimavelli.

Afleitt gengi liðsins það sem af er leiktíðinni hefur vakið efasemdir um að það nái að tryggja sér sæti í meistaradeild evrópskra félagsliða að þessu sinni ef ekki verður breyting á. Fari svo að liðið missi af meistaradeildinni yrði það mikið, fjárhagslegt áfall fyrir Barcelona, sem þegar er við það að að kikna undan ógurlegum skuldaklafa.

Koeman var leikmaður Barcelona um sex ára skeið undir lok síðustu aldar og ráðinn þjálfari þess í ágúst í fyrra.