Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Freyja komin í fánalitina og fer brátt til Siglufjarðar

28.10.2021 - 09:26
Mynd með færslu
 Mynd: Mynd: Landhelgisgæslan
Undirbúningur er hafinn fyrir heimsiglingu varðskipsins Freyju frá Hollandi til heimahafnar á Siglufirði. Skipið er nú komið á flot í litum Landhelgisgæslunnar í Rotterdam, en þar var það málað og unnið að minniháttar lagfæringum.

Samkvæmt tilkynningu Landhelgisgæslunnar er áhöfn Freyju komin til Hollands og undirbýr heimsiglinguna. Skipið verður komið til Siglufjarðar 6. nóvember, ef allt gengur eftir, en þar verður heimahöfn þess.

Varðskipið Freyja er sambærilegt varðskipinu Þór hvað varðar stærð og aðbúnað, en hefur yfir meiri dráttar- og björgunargetu en Þór. Freyja er 86 metra langt skip og 20 metra breitt.

„Með tilkomu Freyju í flota Landhelgisgæslunnar mun Landhelgisgæslan hafa á að skipa tveimur afar öflugum varðskipum, sérútbúnum til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland,“ segir í tilkynningu Gæslunnar.