COVID-19 smit á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi

Mynd með færslu
 Mynd: Jónsson Jónsson - Jóhannes Jóhannes
Heimsóknarbann er á lyflækninga- og göngudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi eftir að COVID-19 smit greindist þar í gær. Aldraðir og veikir einstaklingar eru á deildinni og þrír eru  saman í herbergi öðru jöfnu. Ekki hafa greinst fleiri smit á deildinni. 

Innanlandssmitum hefur fjölgað síðustu daga og voru greind 96 smit í gær. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fjölgun smita hér á landi sé nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ segir Már. Þeir sem leggjast inn á Landspítalann vegna covid eru yngri en áður. Þrír liggja á gjörgæslu vegna covid.