Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Vill taka upp grímuskyldu á ný

27.10.2021 - 18:38
Yfirlæknir á Landspítalanum biðlar til stjórnvalda að endurskoða áætlanir um afléttingu sóttvarna og vill taka upp grímuskyldu á ný. Um 500 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands undanfarna viku. Mörg hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu búa í atvinnuhúsnæði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ætlar í stórátak á næstu mánuðum til að tryggja öryggi íbúanna
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV