Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ganga strandlengjuna á Benidorm í leit að dóttur sinni

27.10.2021 - 10:06
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - RÚV
Fjölskylda átján ára íslenskrar stúlku sem ekkert hefur spurst til frá því snemma í gærmorgun gengur nú eftir strandlengjunni á Benidorm á Spáni í leit að stúlkunni. Telma Líf Ingadóttir, sem er búsett á Spáni, gekk út af sjúkrahúsi án þess að hafa með sér skilríki, peninga eða síma. Lögreglan í Alicante-héraði hefur hafið leit að stúlkunni og verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér á landi. Þá hefur einnig verið leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hér.

Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi síðast rætt við hana á mánudagskvöld. Hann hefur þær upplýsingar frá sjúkrahúsinu að Telma hafi fundist aðfaranótt þriðjudags í óminnisástandi á götum Benidorm og verið flutt á sjúkrahús. Þar sem hún er orðin átján ára hafi ekki verið haft samband við foreldra hennar. Hún hafi svo gengið út af sjúkrahúsinu klukkan hálf sex á þriðjudagsmorguninn og skilið allt eftir; síma, skilríki og peninga.

Fjölskyldan leitar að Telmu, hefur gengið í verslanir og spurt um hana og gengur nú eftir strandlengjunni á Benidorm þar sem Telma er búsett. Benidorm er í Alicante-héraði og lögregla þar leitar hennar einnig. 

Fjölskyldan biðlar til Íslendinga á Benidorm að svipast um eftir Telmu Líf. 

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV