Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Lögregla leitar að átján ára íslenskri stúlku á Spáni

26.10.2021 - 23:03
Mynd með færslu
 Mynd: Guðbjörg Gunnlaugsdóttir/Face
Ekki hefur spurst til hinnar átján ára Telmu Lífar Ingadóttur síðan klukkan hálf sex í gærmorgun, þegar hún gekk út af Villajosa sjúkrahúsinu í Alicante héraði á Spáni. Að sögn móður hennar skildi hún eigur sínar eftir á sjúkrahúsinu og óttast foreldrar hennar hún sé hætt komin. Hún hefur hvorki með sér skilríki né síma. Fjölskyldan, sem búsett er á Spáni, hefur gert spænsku lögreglunni viðvart og leit stendur yfir.

Fyrst var greint frá málinu á DV.is.

Hér að neðan má sjá Facebook færslu Guðbjargar Gunnlaugsdóttur, móður Telmu.

Ólöf Rún Erlendsdóttir