Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

80 smit innanlands í gær

26.10.2021 - 11:38
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Alls greindust 80 með COVID-19 innanlands í gær, þar af voru 48 utan sóttkvíar. 26 þeirra sem greindust eru óbólusettir.

Sex smit hafa nú greinst á hjartaskurðdeild Landspítalans. 

Flestir þeirra sem nú eru í einangrun með smit eru á höfuðborgarsvæðinu, alls 534 og 1101 eru í sóttkví. 

Sjö eru á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 

 
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV