Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Vill að fyrri talning í Norðvestur gildi

Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins, sem datt út af þingi eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, segir að fyrri talning ætti að gilda í kjördæminu. Þá segir hann að fyrst kjörgögnin hafi ekki verið innsigluð, sé ekki hægt að tryggja öryggi eftir að gögnin voru skilin eftir í talningarsalnum.

Guðmundur Gunnarsson frambjóðandi Viðreisnar, sem einnig missti þingsæti sitt eftir endurtalningu, segir mikla tortryggni úti í samfélaginu eftir endurtalninguna. Hann hefur kallað eftir að kosið verði aftur og segir það einu leiðina til þess að endurvekja traust.

Hann segir fleira hafa verið ábótavant í Norðvestur kjördæmi en eingöngu varsla kjörgagna og vísar til þess að kæra hans varðandi framkvæmdina hafi verið í sjö liðum.

Hægt er að horfa á viðtalið við Karl Gauta Hjaltason og Guðmund Gunnarsson í Kastljósi í spilaranum hér að ofan.