Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Miklar skemmdir eftir húsbruna á Grenivík

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsent - RÚV
Slökkvilið Grýtubakkahrepps var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknað hafði í einbýlishúsi á Grenivík. Húsið er að sögn Þorkels Pálssonar Slökkviliðsstjóra mikið skemmt, en var sem betur fer mannlaust.

Eldsupptök segir Þorkell enn vera óþekkt.

Slökkvistarf gekk vel og var búið að ráða niðurlögum eldsins um klukkan sjö í kvöld.

Ólöf Rún Erlendsdóttir