Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Silfrið í beinni útsendingu

24.10.2021 - 10:58
María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Þórður Krist­ins­son mannfræðingur og doktorsnemi koma í Silfrið í dag og ræða um drengi og unga menn bæði sem þolendur og gerendur í stafrænu kynferðisofbeldi. Gestir Einars Þorsteinssonar að ræða það sem efst er á baugi verða þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Helga Vala Helgadóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Björn Levý Gunnarsson. Birgir Jónsson forstjóri Play verður svo gestur Einars í lok þáttar.
Frettir's picture
Fréttastofa RÚV