Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mögulega niðurstaða um Norðvesturkjördæmi í næstu viku

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Willum Þór Þórsson sitjandi forseti Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks sagði í Silfrinu í dag að undirbúningskjörbréfanefnd myndi mögulega skila niðurstöðu um lögmæti framkvæmdar alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi í næstu viku. Spurður hvort nefndin miðaði við ákveðinn frest, sagði Willum þau gætu til dæmis miðað við kærufrest sem rynni þá út á föstudag í næstu viku.

Hvenær á þessu máli að ljúka?

„Ég held það megi horfa til viðmiða eins og kærufrests, sem rennur út núna á föstudag í næstu viku,“ segir Willum. „Svo verður auðvitað að horfa til umfangs málsins og allrar þeirrar víðtæku gagnaöflunar sem farið hefur verið yfir.“

Hægt er að horfa á Silfrið hér .