Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Handtekin fyrir að selja fölsuð bólusetningarvottorð

epa09533872 A view of a Victorian Government QR code at the Melbourne Airport in Melbourne, Victoria, Australia, 20 October 2021. Domestic flights between Victoria and New South Wales (NSW) have resumed on the day with fully vaccinated travellers from NSW no longer required to isolate.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Starfsmaður apóteks í München í Þýskalandi hefur verið handtekinn ásamt vitorðsmanni, vegna gruns um að hafa selt yfir fimm hundruð fölsuð bólusetningarvottorð.

Þetta kemur fram á vef Der Spiegel. Parið seldi falsaða QR-kóða eða rafræn strikamerki gegnum netið fyrir 350 evrur stykkið, eða ríflega fimmtíu þúsund krónur.

Flest ríki heims krefjast bólusetningarvottorðs á landamærum, en óbólusettir sæta oftast strangari reglum um sóttkví við ferðalög milli landa.

Hérlendis þurfa ferðalangar að sýna vottorð um fulla bólusetningu, eða vottorð um fyrri sýkingu, á landamærunum. Teljist vottorð ekki gilt þarf að fara í tvær sýnatökur og 5 daga sóttkví á milli.

 

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV