Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fréttir: Ríkisstjórnin sein til að tryggja þjóðaröryggi

24.10.2021 - 12:15
Formaður Viðreisnar segir að ríkisstjórnin hafi verið sein að taka við sér þegar kemur að því að tryggja þjóðaröryggi með sölunni á Mílu. Hún fagnar því þó að skilyrði verði sett um að búnaður sé í íslenskri lögsögu og upplýst verði um raunverulega eigendur.

Undirbúningskjörbréfanefnd hefur ekki fengið nein gögn eða upplýsingar í hendur sem staðfesta eða hrekja að átt hafi verið við atkvæði við talningu í Norðvesturkjördæmi. 

Kórónuveirufaraldurinn geisar af fullum þunga í Eystrasaltslöndunum. Í kvöld tekur gildi útgöngubann í Lettlandi sem gildir til 15. nóvember. Í sumar greindust innan við 50 smit á dag í landinu en eru núna um þrjú þúsund.

Lögreglan á Vesturlandi hefur til rannsóknar vegaframkvæmdir í Skorradal í Borgarfirði þar sem reglur um verklag við notkun sprengiefna kunna að hafa verið brotnar. 

Kvikasilfursmengun á Norðurslóðum er að aukast. Svæði suður af Grænlandi er mun mengaðra en annars staðar í Norður-Atlantshafi. Rannsóknir á sjófuglum hafa leitt þetta í ljós.

Kvennafrídagurinn er í dag. Yfirskrift dagsins er Leiðréttum skakkt verðmætamat. 

Yfirvöld í Kína frestuðu Wúhan maraþoninu sem fram átti að fara í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita í landinu. Strangar varúðarráðstafnir eru í Kína í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna sem þar verða í febrúar.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV