Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Þjálfari ÍR: Erfið ákvörðun að hætta

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Þjálfari ÍR: Erfið ákvörðun að hætta

23.10.2021 - 10:36
Borche Ilievski er óvænt hættur sem þjálfari ÍR í úrvalsdeild karla í körfubolta. Borche hefur þjálfað ÍR síðan árið 2015. Liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni á tímabilinu.

Greint var frá þessu í þættinum Subway-Körfuboltakvöld á Stöð 2 sport í gærkvöld. Borche staðfesti svo á Mbl.is í morgun að hann hefði sagt upp störfum. Á Facebook síðu ÍR segir að Borche hafi óskað eftir því að láta af störfum.

Óvíst er hver tekur við af honum en næsti leikur ÍR í úrvalsdeildinni verður á Akureyri gegn Þór n.k. fimmtudag. Þór og ÍR eru einu liðin án stiga á botni deildarinnar.

Borche kveður stuðningsmenn ÍR á Facebook síðu sinni í dag og þar segir hann að þetta hafi verið erfið ákvörðun að taka eftir langa íhugun.