Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Pólskar mæður sýndu flóttafólki stuðning

epa09541877 Former Polish First Ladies Jolanta Kwasniewska (2-R) and Anna Komorowska (C) take part in a protest in support of migrants and organized by the Lower Silesian Women's Congress Association and the Feminoteka Foundation in front of the Polish Border Guard headquarters in Michalowo, north-eastern Poland, 23 October 2021. The Polish parliament passed a law permitting border guards to expel migrants immediately who cross the border illegally. Warsaw accuses the regime of Belarusian President Alexander Lukashenko of deliberately engineering the migration crisis in an attempt to destabilise Poland and the Baltic states, the borders of which form the eastern external boundary of the European Union.  EPA-EFE/Artur Reszko POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Hópur pólskra mæðra safnaðist saman í dag í Michalowo við landamærin að Hvíta Rússlandi til að mótmæla því að flóttafólki sé ekki hleypt yfir austurlandamæri Evrópusambandsins. Fjöldi barna er í þeim hópi.

Konurnar hrópuðu slagorð þess efnis að engin manneskja væri ólögleg. Skipuleggjandi mótmælanna skrifaði á Facebook að ómögulegt væri að standa þögul hjá meðan börn hírist í köldum og rökum skógum Póllands. Oft eru þau án matar, drykkjar og skjóls af nokkru tagi.

Mótmælendur kröfðust þess að pólsk stjórnvöld létu af hörðum aðgerðum flóttafólkinu og afnæmu reglu sem heimilar landamæravörðum að snúa því umsvifalaust við. Þúsundir flóttafólks frá  Miðausturlöndum, Afríku og Asíu hafa frá því í ágúst reynt að komast yfir landamærin.

Hvítrússnesk stjórnvöld eru sökuð um að beina flóttafólki að landamærunum í hefndarskyni fyrir refsiaðgerðir Evrópusambandsins.