Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Óljóst hvenær niðurstaða fæst í hoppukastalamál

23.10.2021 - 09:17
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Tæpir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá því að sex ára barn slasaðist alvarlega í hoppukastala fyrir utan Skautahöllina á Akureyri. Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á málinu er enn ekki lokið.

 

Hoppukastalinn tókst á loft þegar þegar festing losnaði í vindkviðu. Móðir sem var vitni að atvikinu segir börn hafa spýst út úr kastalanum eins og þeim væri skotið úr teygjubyssu. 

Morgunblaðið greinir frá því að rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri vilji hvorki tjá sig um gang rannsóknarinnar né hvenær niðurstöðu sé að vænta. 

 

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV