Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Alræmdasti eiturlyfjasali Kólumbíu handtekinn

epa09542376 A handout photo made available by the Colombian Presidency that shows the number one criminal gang of the 'Clan del Golfo' criminal band, Dairo Antonio Usuga David (C), alias 'Otoniel', after his capture, in Carepa, Colombia, 23 October 2021. 'Otoniel' was captured in a joint operation by the Police and the Armed Forces in the northwest of the country, local media reported this 23 October. According to the first information, the capture took place in the rural area of El Totumo, which is part of the municipality of Necocli, in the Gulf of Uraba, in northwestern Colombia, where the Clan del Golfo emerged, which later spread to other regions of the country.  EPA-EFE/Colombian Presidency HANDOUT ONLY AVAILABLE TO ILLUSTRATE THE ACCOMPANYING NEWS (MANDATORY CREDIT) HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Colombian Presidency
Sá eiturlyfjasali sem kólumbísk yfirvöld hafa helst viljað hafa hendur í hár var handtekinn í dag. AFP fréttastofan hefur eftir Emilio Archila, ráðgjafa forseta Kólumbíu, að Dairo Antonio Usuga, einnig þekktur sem Otoniel, hafi verið handtekinn af lögreglu í Kólumbíu. Hann er yfirmaður Flóa-gengisins, Gulf Clan, sem er það stórtækasta í kólumbíska fíkniefnaheiminum.

Otoniel tók við leiðtogasætinu í Flóagenginu eftir að bróðir hans, Juan de Dios, var drepinn af lögreglu árið 2012. Bandarísk yfirvöld voru reiðubúin að greiða fimm milljónir dala fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku hans. Otoniel er fimmtugur og einn þeirra sem flestir Kólumbíumenn hræðast.

Flóagengið hefur komið sér fyrir í um 300 héruðum í Kólumbíu. Otoniel var handsamður í Necocli, einu helsta vígi gengisins nærri landamærum Kólumbíu að Panama. Yfirvöld hafa náð að draga úr áhrifum gengisins undanfarið. Helstu stjórnendur þess hafa flúið inn í frumskóginn þar sem þeir eru án farsíma, hefur AFP eftir lögreglu.

Kólumbía er það land í heiminum þar sem mest er framleitt af kókaíni. Bandaríkin eru stærsti útflutningsmarkaður landsins, þrátt fyrir herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnaviðskiptum síðustu hálfa öldina.

AFP segir gengi á borð við Flóagengið, fyrrverandi liðsmenn skæruliðahreyfingarinnar FARC og vinstri sinnuðu uppreisnarmannanna í ELN berjast um yfirráð á afskekktum svæðum þar sem lítið er um afskipti stjórn- og yfirvalda. Svæðin eru svo nýtt undir eiturlyfjaframleiðslu og ólöglegan námugröft.