Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ungmenni handtekin með umtalsvert af fíkniefnum

22.10.2021 - 09:56
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Tvö ungmenni voru handtekin í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Stuttu síðar var gerð húsleit á heimili þeirra og þar fundust pokar með hvítu efni, en í tilkynningu frá lögreglunni segir að þar hafi verið umtalsvert magn af fíkniefnum.

Ungmennin voru handtekin í gær vegna gruns um sölu fíkniefna. Í bíl sem þau voru á fundust meint kannabisefni og pokar sem í var hvítt efni. Að lokinni skýrslutöku voru þau frjáls ferða sinna en tilkynning send til barnaverndar vegna piltsins sem er undir lögaldri. Við húsleit fundust fíkniefni og töluvert af fjármunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV