Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Steph Curry með stórleik í naumum sigri Warriors

Mynd með færslu
 Mynd:

Steph Curry með stórleik í naumum sigri Warriors

22.10.2021 - 08:31
Steph Curry átti stórleik þegar Golden State Warriors hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA deildinni í nótt þegar liðið vann Los Angeles Clippers með tveggja stiga mun.

Leikurinn í nótt var mjög spennandi en Curry lagði grunninn að sigri Warriors með tveimur þriggja stiga körfum undir lokin og kom Warriors stigi yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Áður en yfir lauk setti Curry aðra þriggja stiga körfu niður áður en Draymond Green innsiglaði sigur Warriors á Clippers, 115-113. 

Ríkjandi NBA meistarar Milwaukee Bucks töpuðu gegn Miami Heat en marga lykilmenn vantaði í Bucks. Lokatölur í Miami voru 137-95. Í Atlanta unnu heimamenn í Hawks lið Dallas Mavericks með 113 stigum gegn 87.