Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eggert Gunnþór kveðst fullkomlega saklaus

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Eggert Gunnþór kveðst fullkomlega saklaus

22.10.2021 - 17:22
Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður FH segist vera fullkomlega saklaus af þeim áskökunum sem á hann hafa verið bornar um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010.

Stundin fjallaði um mál Eggerts fyrr í dag þar sem kemur fram að Viðar Halldórsson formaður aðalstjórnar FH hafi átt í beinum samskiptum við lögmenn Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar og samkvæmt þeim upplýsingum hafi hann efasemdir um að lögreglurannsókn sé í gangi, líkt og hefur komið fram í fjölmiðlum.

Í kjölfar umfjöllunarinnar sendi Eggert Gunnþór frá sér yfirlýsingu  þar sem hann lýsir yfir fullkomnu sakleysi.

„Þar sem ég hef ekki enn fengið tæki­færi til að skýra mál mitt á rétt­um vett­vangi og sök­um um­fjöll­un­ar fréttamiðla í dag tel ég mig hins­veg­ar ekki eiga ann­an kost en að stíga fram og lýsa því op­in­ber­lega yfir að ég er full­kom­lega sak­laus af því sem ég hef verið sakaður um.“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Hana má lesa í heild sinni hér að neðan:

 

Yf­ir­lýs­ing frá Eggerti Gunnþóri Jóns­syni

Und­an­farn­ar vik­ur hafa fjöl­miðlar fjallað um at­vik sem á að hafa átt sér stað í Kaup­manna­höfn árið 2010 þar sem tveir landsliðsmenn hafa verið born­ir þung­um sök­um. Ég er ann­ar um­ræddra landsliðsmanna.

Það er hrika­legt áfall að vera ásakaður um hræðilegt of­beld­is­brot vegna at­viks sem var svo sann­ar­lega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjöl­miðlum.

Ég hef reynt að skýla mér og fjöl­skyldu minni fyr­ir kast­ljósi fjöl­miðla þar sem ég hafði fram að birt­ingu frétt­ar Stund­ar­inn­ar í dag ekki verið nafn­greind­ur. Föstu­dag­inn 1. októ­ber síðastliðinn hafði ég hins­veg­ar þegar óskað eft­ir því að vera boðaður í skýrslu­töku til að skýra frá minni hlið. 

Þar sem ég hef ekki enn fengið tæki­færi til að skýra mál mitt á rétt­um vett­vangi og sök­um um­fjöll­un­ar fréttamiðla í dag tel ég mig hins­veg­ar ekki eiga ann­an kost en að stíga fram og lýsa því op­in­ber­lega yfir að ég er full­kom­lega sak­laus af því sem ég hef verið sakaður um.

Ég vona að málið kom­ist í rétt­an far­veg hið snar­asta svo ég geti hreinsað mig af þess­um ásök­un­um. 

Eggert Gunnþór Jóns­son.

 

 

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, óskaði í lok september eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna ásakana á samfélagsmiðlum um að hann tengist ofbeldismáli sem kom upp í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Aron Einar sendi fjölmiðlum í lok september. Ævar Pálmi Pálmarsson, yfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekkert nýtt sé að frétta af því máli. Í seinustu viku var greint frá því að ný gögn hafi komið fram í málinu sem varð til þess að málið var tekið upp að nýju og að rannsókn þess miði vel. 

Tengdar fréttir

Innlent

Ný gögn í málinu og rannsókn miðar vel

Íþróttir

Mál Arons Einars til rannsóknar hjá lögreglu að nýju

Aron Einar vill fá að gefa skýrslu hjá lögreglu

Fótbolti

Enginn Aron Einar í landsliðshópnum