Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Biðin styttist úr sjö mánuðum í einn

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Konur þurfa nú að bíða að jafnaði 29 daga eftir niðurstöðu úr leghálsskimun. Þetta kemur fram í frétt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún tók um áramótin við skimun fyrir krabbameini í leghálsi og í janúar var meðalbiðtími eftir niðurstöðu um 220 dagar eða rúmir sjö mánuðir. 

Þá segir á vef heilsugæslunnar að 99% kvenna fá nú svar innan 40 daga. Stysti svartími í september var 13 dagar. Konum berst svarbréf inn á vefinn  island.is.
 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Heilsugæsla höfuðborgarsvæð - RÚV
kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV