Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Valskonur á toppinn eftir sigur á Stjörnunni

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Valskonur á toppinn eftir sigur á Stjörnunni

21.10.2021 - 19:46
Einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í kvöld. Stjarnan og Valur mættust í Garðabæ en Valur hafði betur 23-31 og er þar með komið á topp deildarinnar.

Liðin skiptust á að vera með forystuna í fyrri hálfleik þar til að Stjörnukonur komust í þriggja marka forystu, 14-11, þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og svo fór að þær fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn, 15-13. Valskonur jöfnuðu í stöðunni 16-16 og komust svo yfir, litu aldrei til baka og enduðu á því að vinna átta marka sigur 23-31. 

Valur hefur þar með unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni og er á toppnum með sex stig. Stjarnan er hins vegar í sjötta sæti með tvö stig of hefur aðeins unnið einn leik. 

Thea Imani Sturludóttir var markahæst Valskvenna með níu mörk, þar af fimm úr vítum. Sara Sif Helgadóttir varði þá tuttugu skot í marki valsmanna. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna.