Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tugir látnir í flóðum á Indlandi og í Nepal

21.10.2021 - 03:20
Erlent · Hamfarir · Asía · Indland · Nepal · Veður
epa09532379 A handout photo made available by India's National Disaster Response Force (NDRF) shows NDRF personnel during rescue operation in Udhamsingh Nagar, Uttrakhand, India, 19 October 2021. According to the chief minister of Uttarakhand Pushkar Singh Dhami death toll in rain-related incidents is close to 34.  EPA-EFE/NATIONAL DISASTER RESPONSE FORCE HANDOUT  BEST QUALITY AVAILABLE -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE -  NATIONAL DISASTER RESPONSE FORC
Minnst 150 eru látnir af völdum flóða og aurskriða í monsún-úrhellinu í Indlandi og Nepal. 46 eru látnir í héraðinu Uttarakhand í norðanverðu Indlandi og 11 saknað eftir metúrkomu á mánudag og þriðjudag.

Í Nepal hafa 77 fundist látnir og tuga er saknað víða um landið. Þar hafa aurskriður valdið mikilli eyðileggingu í dreifbýli og hrifsað á brott með sér hús, vegi og brýr að sögn Guardian. Vatnsveðrið hefur valdið miklum usla víðar á Indlandi. Í heráðinu Kerala, syðst á Indlandi, hafa 39 fundist látnir.

Yfirvöld beggja landa vara við áframhaldandi úrhelli. Það sem af er mánuði hefur úrkoma verið nærri fimm hundruð prósentum meiri en að meðaltali í héraðinu Uttarkhand. Á þriðjudag mældist sólarhringsúrkoma í héraðinu 340 millimetrar, sem er það mesta sem hefur mælst í héraðinu frá því veðurstöð var komið fyrir þar árið 1897.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV