Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Öfgahreyfing upprætt í Þýskalandi

21.10.2021 - 05:50
epa05085265 Members of the German police stand in front of the central railway station in Munich, Germany, 01 January 2015. The terror alert level in the southern German city of Munich remains high, authorities said Friday after a night during which two train stations had to be shuttered amid New Year's festivities because of worries about an attack. Two city train stations - including its central one - were shut down in the final hours of 2015 after police, acting on a foreign intelligence tip, issued a terrorism warning. Details about the exact nature of the threat and the people involved remain unclear.  EPA/SVEN HOPPE ALTERNATIVE CROP
 Mynd: EPA - DPA
15 voru handteknir og fjöldi vopna og skotfæra gerður upptækur í aðgerðum þýsku lögreglunnar gegn öfgasamtökum. Mennirnir eru allir grunaðir um að stofna, eða vera félagar í hægri sinnaðri öfgahreyfingu sem kennir sig við berserki. Húsleit var gerð í 14 húsum í Berlín og sambandsríkjunum Slésvík-Holstein, Baden-Württemberg og Hesse. 

Deutsche Welle hefur eftir lögreglu að félagar í öfgahreyfingunni hafi verið að búa sig undir það sem þeir kölluðu dag X. Þá ætluðu þeir að hefja vopnaða uppreisn gegn þýskum stofnunum.

Þýska leyniþjónustan BfV segir öfgahreyfingum hafa farið fjölgandi undanfarið ár. Um 40 prósent þeirra 33.300 sem vitað er til að séu í hægri sinnuðum öfgahreyfingum í Þýskalandi eru taldir líklegir til að fremja ofbeldisglæpi. Slíkum glæpum af hálfu félaga úr hreyfingunum fjölgaði um tíu prósent á milli ára. Yfir þúsund glæpir voru framdir af þeim á síðasta ári. BfV segir ofbeldisglæpum vinstri öfgamanna einnig fjölga á milli ára.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV