Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eþíópíuher gerir loftárásir í Tigray

21.10.2021 - 03:55
epa08844224 (FILE) The Ethiopian National Defence conducts exercises in the inaugural event of Sheger park during a military parade in Addis Ababa, Ethiopia 10 September 2020 (issued 26 November 2020). The prime minister of Ethiopia Abiy Ahmed, on 26 November 2020. ordered the army to move on the embattled Tigray regional capital after a 72 hour ultimatum to surrender had expired. Ethiopia?s military intervention comes after Tigray People's Liberation Front forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking three weeks of unrest.  EPA-EFE/STR
Hermenn Eþíópíuhers sýna bryndreka sína á hersýningu í höfuðborginni Addis Abeba Mynd: epa
Eþíópíski herinn gerði í gær loftárásir á uppreisnarmenn í Tigray héraði. Stjórnvöld segja árásirnar hafa beinst að vopnabúrum í héraðshöfuðborginni Mekele og bænum Agbe. 

Átök hafa nú staðið yfir í Tigray héraði í um ár, eftir að frelsisher Tigray, TPLF, reyndi að hrifsa til sín völd í héraðinu að nýju. Eþíópíski herinn hefur beitt mikilli hörku til að hindra framgang TPLF í héraðinu, svo vestrænum ríkjum þykir nóg um. Bandaríkjastjórn fordæmdi í gær loftárásir eþíópíska hersins, og sagði þær stefna lífi almennra borgara í hættu. Bandaríkjastjórn hefur lengi staðið við bak stjónvalda í Eþíópíu, en undanfarna mánuði hefur sá stuðningur dvínað.

AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni TPLF að loftárásirnar á Mekele í gær hafi verið gerðar á íbúðahverfi.