Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Strætóferðir falla niður vegna hvassviðris

19.10.2021 - 17:44
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Mjög hvasst er á Kjalarnesi og hefur hvassviðrið orðið til þess að allar strætóferðir milli Reykjavíkur og Akraness hafa fallið niður og búist er við að svo verði áfram sem eftir lifir dags. Þá kemst strætisvagn sem lagði af stað á fimmta tímanum frá Akureyri til Reykjavíkur líklegast ekki lengra en á Akranes.

Vegagerðin varar við vindhviðum og sandfoki á vinnusvæði milli Kollafjarðar og Grundarhverfis og þá má búast við mjög snörpum vindhviðum í Öræfum. Vetrarfærð er víða á fjallvegum um landið vestan-, norðan- og austanvert.

Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðausturlandi fram á kvöld. Þar gætu vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu og verður einna hvassast í Öræfasveit.