Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Óbólusettir útilokaðir - Djokovic gefur ekkert upp

epa07697512 Novak Djokovic of Serbia in action against Hubert Hurkacz of Poland during their third round match at the Wimbledon Championships at the All England Lawn Tennis Club, in London, Britain, 05 July 2019. EPA-EFE/NIC BOTHMA EDITORIAL USE ONLY/NO COMMERCIAL SALES
 Mynd: EPA

Óbólusettir útilokaðir - Djokovic gefur ekkert upp

19.10.2021 - 12:06
Tennisfólk sem ekki er bólusett gegn COVID-19 verður væntanlega útilokað frá þátttöku á fyrsta risamóti næsta árs, Opna ástralska meistarmaótinu í janúar. Þetta kemur fram í máli eins af forsvarsmönnum keppninnar.

Opna ástralska meistaramótið hefst 17. janúar í Melbourne í Viktoríuríki Ástralíu. Viktoríuríki hefur einmitt gert það að skyldu að atvinnuíþróttafólk sem þangað komi til keppni sé bólusett gegn kórónuveirunni. „Ég er ekki viss um að óbólusett tennisfólk geti hreinlega fengið vegabréfsáritun inn í landið,“ er haft eftir Daniel Andrews næstæðsta embættismanni Viktoríuríkis.

Serbinn Novak Djokovic hefur oftast allra unnið í einliðaleik karla á Opna ástralska meistaramótinu eða níu sinnum. Þar af síðast á þessu ári. Hann segir í viðtali við serbneska blaðið Blic að hann segist ekki gefa það upp hvort hann sé bólusettur. Hann segir jafnframt að hann hafi enn ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli sér að keppa á Opna ástralska meistaramótinu.

Djokovic vantar aðeins risatitil upp á að fara fram úr Svisslendingnum Roger Federer og Spánverjanum Rafael Nadal yfir flesta sigra í einliðaleik karla á risamóti í tennis. Allir hafa kappari þrír unnið 20 risamót.