Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sendiherra Frakklands rekinn frá Hvíta Rússlandi

18.10.2021 - 00:26
Belarusian President Alexander Lukashenko listens to World Health organization Director for Europe Hans Kluge during their meeting in Minsk, Belarus, Thursday, Oct. 14, 2021. (Maxim Guchek/BelTA Pool Photo via AP)
Aleksander Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands, er fastheldinn á völdin Mynd: AP
Sendiherra Frakka í Hvíta Rússlandi er farinn úr landi, að kröfu stjórnvalda í Minsk. Hvítrússesk yfirvöld kröfðust þess að sendiherrann, Nicolas de Lacoste, yfirgæfi landið fyrir mánudag. Hvorki de Lacoste né talsmaður franska sendiráðsins í Minsk hafa upplýst nokkuð um ástæðu þess að sendiherrann var rekinn úr landi.

Í hvítrússneskum fjölmiðlum er því haldið fram að skýringin sé sú að de Lacoste hafi aldrei gengið á fund Aleksanders Lúkasjenkós, forseta Hvíta Rússlands, til að afhenda honum trúnaðarbréf sitt.

Frakkar hafa ekki viðurkennt úrslit forsetakosninganna í Hvíta Rússlandi á síðasta ári, ekki frekar en önnur ríki Evrópusambandsins og EFTA. Að þeim loknum lýsti Lúkasjenkó sig yfirburðasigurvegara og hóf sitt sjötta kjörtímabil á forsetastóli. Á Vesturlöndum þykir liggja ljóst fyrir að brögð hafi verið í tafli og hafa stjórnvöld í Minsk verið beitt margvíslegum refsiaðgerðum í kjölfarið.