Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Læknir í stúkunni bjargaði lífi áhorfandans

epa09528841 A spectator in the stands receives medical assistance during the English Premier League match between Newcastle United and Tottenham Hotspur, Britain, 17 October 2021.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Læknir í stúkunni bjargaði lífi áhorfandans

18.10.2021 - 18:53
Áhorfandinn sem fór í hjartastopp á leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær er á batavegi. Leikmönnum og áhorfendum var mjög brugðið og um 15 mínútna hlé var gert á leiknum vegna atviksins.

Læknirinn Tom Prichard var staddur í stúkunni á bak við annað markið þegar hann tók eftir því að ekki var allt með felldu í austurstúkunni. „Ég sá að það lá maður í hjartastoppi og ég hugsaði að best væri að ég færi yfir til að bjóða fram aðstoð eða gefa ráðleggingar. Einn áhorfandinnn var að framkvæma hjartahnoð og ég tók stjórn á hnoðinu á meðan sjúkraflutningamennirnir settu upp hjartastuðtækið. Við þurftum að gefa honum tvö rafstuð áður en við náðum honum aftur," sagði Prichard í viðtali við Sky fréttastöðina.

Prichard segir að snögg viðbrögð nærstaddra og hjartstuðtækið hafi bjargað lífi mannsins og það sama eigi við um danska knattspyrnumanninn Christian Eriksen sem fór í hjartastopp á EM í sumar. Hann segir mikilvægt að almenningur sé meðvitaður um þetta. Prichard var hylltur af öðrum áhorfendum þegar hann sneri aftur á sinn stað í stúkunni eftir að maðurinn hafði verið fluttur á spítala.

Það var á 40. mínútu leiksins sem Sergio Reguilon og Eric Dier leikmenn Tottenham vöktu athygli Andre Marriner dómara á að áhorfendur væru að biðja um hjálp. Marriner stöðvaði leikinn og sjúkraliðar hröðuðu sér á vettvang með hjartastuðtækið. Reguilon og Dier voru valdir menn leiksins vegna þessa. Tottenham vann leikinn 2-3.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Loks skoraði Kane og Tottenham upp í 5. sæti

Fótbolti

Leikur Newcastle og Tottenham stöðvaður