Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

West Ham náði Everton og Man Utd að stigum

epa09498760 West Ham's Said Benrahma (2-R) celebrates with teammates after scoring the 2-0 goal during the UEFA Europa League group H soccer match between West Ham United and Rapid Vienna in London, Britain, 30 September 2021.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA

West Ham náði Everton og Man Utd að stigum

17.10.2021 - 15:16
West Ham komst upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 1-0 baráttusigri á Everton, á Goodison Park.

Angelo Ogbonna skoraði sigurmark West Ham á 74. mínútu þegar hann stökk hæst í vítateignum eftir hornspyrnu og stýrði boltanum í netið. Sigurinn var verðskuldaður því West Ham var betra liðið í annars tíðindalitlum leik.

Þrjú lið eru nú jöfn með 14 stig, Manchester United er efst þeirra í 5. sæti eftir 4-2 tap gegn Leicester í gær. Með sigrinum komst West Ham upp fyrir Everton á markatölu í 6. sæti en Everton er í því sjöunda.