Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skrefi nær myndun ríkisstjórnar í Þýskalandi

17.10.2021 - 15:20
epa09525137 Green party (Die Gruenen) co-chairwoman Annalena Baerbock (L) and German Minister of Finance and Social Democratic Party (SPD) top candidate for the federal elections Olaf Scholz during a statement following exploratory talks between the Free Democrats (FDP), The Greens (Die Gruenen) and the Social Democrats (SPD), in Berlin, Germany, 15 October 2021. Greens, SPD and FDP meet in search for coalition possibilities after Germany's recent parliamentary election.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
Annalena Boerbock, leiðtogi Græningja og Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmanna.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Flokksþing Græningja í Þýskalandi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Jafnaðarmenn og Frjálslynda demókrata.

Jafnaðarmenn höfðu samþykkt þetta á föstudag og búist er við að Frjálslyndir demókratar geri það í dag eða á morgun. Á þingi Græningja í dag greiddu aðeins tveir af sjötíu fulltrúum atkvæði gegn viðræðunum.

Með þessu formlega samþykki er ríkisstjórn þessara þriggja flokka skrefi nær því að vera mynduð. Drög að stjórnarsáttmála voru samþykkt af leiðtogum flokkanna á föstudaginn og þar verður stærsta áherslan lögð á orkuskipti, með aukinni notkun umhverfisvænna orkugjafa, sem og að kolefnishlutleysi náist árið 2030 - tuttugu árum fyrr en nú er stefnt að.