Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Leikur Newcastle og Tottenham stöðvaður

epa09528894 A spectator in the stands receives medical assistance during the English Premier League match between Newcastle United and Tottenham Hotspur, Britain, 17 October 2021.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Leikur Newcastle og Tottenham stöðvaður

17.10.2021 - 16:33
Leikur Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem hófst klukkan 15:30, var stöðvaður þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik vegna áhorfanda sem þarfnaðist læknissaðstoðar.

Áhorfendur náðu athygli dómarans sem að lokum sendi leikmenn til búningsherbergja og fóru læknateymi beggja liða upp í stúku til að athuga ástand mannsins. 15 mínútum síðar voru leikmenn kallaðir aftur út á völl til að ljúka við fyrri hálfleikinn.

Fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar fjöldi áhorfenda fór að gera vart við sig með bendingum og blístri til merkis um að alvarlegt ástand hefði skapast í stúkunni. Erik Dier leikmaður Tottenham gaf merki um að þörf væri á hjartastuðtæki og þá var nokkuð ljóst hvað gerst hafði. Þá sást að áhorfandi var að reyna hjartahnoð.

Newcastle hefur nú tilkynnt á Twitter að ástand manns sem þurfti á læknisaðstoð að halda sé stöðugt og er verið að flytja hann á spítala. Fagnaðarlæti áhorfenda gefa líka til kynna að allt hafi farið vel að lokum.

Dómarinn kallaði leikmenn svo aftur út á völl og var fyrri hálfleikur kláraður. Son Heung-min skoraði fyrir Tottenham tveimur mínútum eftir að leikurinn hófst að nýju og er staðan í hálfleik 1-3 fyrir Tottenham.