Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Haukar örugglega áfram í Evrópukeppninni

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Haukar örugglega áfram í Evrópukeppninni

17.10.2021 - 15:30
Haukar tryggðu sig örugglega áfram í þriðju umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta í dag. Þeir unnu 12 marka sigur á Parnassos Strovolou á Kýpur, 37-25, eftir að hafa unnið fyrri leikinn með 11 marka sigri í gær. Báðir leikirnir fóru fram á Kýpur.

 

Eftir brösótta byrjun í dag tóku Haukar leikinn í sínar hendur og voru 18-12 yfir í hálfleik en mestur varð munurinn 13 mörk. Stefán Ragn Sigurmannsson var markahæstur Hauka með 9 mörk. Haukar unnu einvígið samanlagt 62-39.

Haukar- Parnassos 37-25

Selfoss og FH leika einnig í annarri umferð. Selfoss gerði jafntefli 31-31 gegn RK Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í gærkvöldi en seinni leikurinn verður ytra um næstu helgi. Þá tapaði FH fyrri leik sínum gegn hvítrússneska liðinu SKA Minsk í gær, 29-37.

 

Tengdar fréttir

Handbolti

Selfoss jafnaði á lokasekúndunni í Evrópuleiknum

Handbolti

Erfið staða hjá FH en Haukar í góðum málum