Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

„Verðum að standa saman við að uppræta hatur og illsku“

14.10.2021 - 16:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV  - Þór Ægisson
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent samúðarkveðju fyrir hönd Reykvíkinga til borgarstjóra Kóngsbergs vegna voðaverksins sem þar var framið í gærkvöld.

Karlmaður á fertugsaldri varð fimm að bana í bænum Kóngsbergi síðdegis í gær. Hann notaði boga og örvar við voðaverkið. Tveir til viðbótar særðust alvarlega.

Borgarstjórinn segist samhryggjast fjölskyldum þeirra sem særðust og féllu fyrir hendi árásarmannsins, og öllum íbúum Kongsberg sem eiga nú um sárt að binda.

Aldrei sé hægt að skilja ástæðuna að baki slíkum glæp.  Borgir heimsins verði að standa þétt saman í baráttunni við að uppræta hatur og illsku í samfélagi okkar.