Áhorfandinn sleppur sennilega við fangelsisvist

epa09303518 Riders react after a mass crash during the 1st stage of the Tour de France 2021 over 197.8km from Brest to Landerneau, France, 26 June 2021.  EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL
 Mynd: EPA

Áhorfandinn sleppur sennilega við fangelsisvist

14.10.2021 - 18:22
Áhorfandinn sem setti allt á annan endan á fyrstu dagleið Frakklandshjólreiðanna, Tour de France í sumar virðist ætla að sleppa með skrekkinn. Áhorfandinn olli heljarinnar árekstri í keppninni.

Málið var tekið fyrir í dómstólum í dag. Það varðar 31 árs konu, sem ekki hefur verið nafngreind. Hún stóð hálf út á brautina þar sem keppendur Tour de France hjóluðu, og hélt á stóru skilti með orðunum afi og amma. Það rakst svo harkalega í einn keppandann sem féll við og orsakaði heljarinnar hópárekstur, stefndi mörgum keppendum í hættu, og setti vitanlega strik í reikning margra keppenda í baráttu þeirra um efstu sætin á dagleiðinni.

Saksóknari fór fram á fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Konan mun því væntanlega sleppa við fangelsisvist. Dómur í málinu verður felldur 9. desember. Óskað var eftir lokuðu þinghaldi, en dómarinn í málinu hafnaði þeirri beiðni. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Youtube frá árekstrinum í sumar, sem málið snýst um.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Kona handtekin vegna slyssins í Tour de France