William Shatner fór í stutta geimferð

13.10.2021 - 16:09
William Shatner stígur út úr geimflaug Blue Origin. Jeff Bezos, eigandi fyrirtækisins, fagnar honum. - Mynd: EPA-EFE / Blue Origin
Kanadíski leikarinn William Shatner fór í dag í stutta geimferð með geimflaug fyrirtækisins Blue Origin. För leikarans þykir merkilegt fyrir að minnsta kosti tvennt. Hann lék árum saman skipstjórann James T. Kirk á geimskipinu USS Enterprise í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Jafnframt er Shatner elstur alla sem hafa farið út í geiminn. Hann varð níræður í mars síðastliðnum. Förin tók einungis ellefu mínútur. Leikarinn táraðist þegar hann kom til jarðar og sagði reynsluna hafa verið ótrúlega.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV