Will Smith á svalki í Stuðlagili í nýrri stiklu

Sýnishorn fyrir nýja sjónvarpsþætti Will Smith, þar sem hann ferðast meðal annars um Ísland, hefur verið frumsýnt.
 Mynd: National Geographic - Disney

Will Smith á svalki í Stuðlagili í nýrri stiklu

28.09.2021 - 13:17

Höfundar

Sýnishorn fyrir nýja sjónvarpsþætti Will Smith, þar sem hann ferðast meðal annars um Ísland, hefur verið frumsýnt.

Það vakti mikla athygli þegar Will Smith var við tökur á þáttunum á Íslandi sumarið 2020. Stuðlagili á Efra-Jökuldal var til að mynda lokað vegna þessa, þar sem um 70 manna tökulið var statt undir vökulu auga björgunarsveita.

Þættirnir heita Welcome to Earth og verða sýndir á streymisveitunni Disney+ í desember. Þeir eru úr smiðju National Geographic og í þeim er Smith fylgt eftir á ferðalagi um heiminn.

Þættirnir eru gerðir í samstarfi við Darren Aronofsky, leikstjóra sem kannast ágætlega við sig á Íslandi. Kvikmynd hans, Noah, var tekin upp að hluta til hér á landi. Hann hefur einnig látið sig náttúruvernd á Íslandi varða og kom að átakinu Stopp – gætum garðsins ásamt Björk árið 2014.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Þáttur Will Smiths fékk 70 milljónir endurgreiddar

Sjónvarp

Kröfðust að björgunarsveitir gættu tökuliðs Wills Smith

Menningarefni

Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt