Vakta báta í Bolungarvíkurhöfn

28.09.2021 - 17:29
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Páll Hreinsson
Eigendur báta í Bolungarvíkurhöfn og björgunarsveitarfólk hafa fylgst vel með ástandinu í höfninni undanfarinn sólarhring. Ekkert tjón hefur orðið á bátum þrátt fyrir vonskuveður.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segir að í gær hafi þurft að treysta landfestar smábáta í talsverðu hvassviðri. Eigendurnir hafi þá fært bátana saman í höfninni og bundið þá betur.

Hann segir að heimamenn í Bolungarvík hafi búið sig vel undir þetta veður, og slæmar aðstæður í höfninni, og þrátt fyrir vont veður ráði þeir ágætlega við ástandið.