Sjónarspil er mikilvægum gervihnetti var skotið á loft

28.09.2021 - 03:11
epa09492092 A handout picture made available by the National Aeronautics and Space Administration (NASA) shows the United Launch Alliance (ULA) Atlas V rocket with the Landsat 9 satellite onboard launches, from Space Launch Complex 3 at Vandenberg Space Force Base in California, USA, 27 September 2021. The Landsat 9 satellite is a joint NASA/US Geological Survey mission that will continue the legacy of monitoring Earth's land and coastal regions.  EPA-EFE/Bill Ingalls / NASA / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - NASA
Ljósadýrðin sem margir urðu varir við á kvöldhimninum yfir Íslandi í gærkvöld var frá geimflauginni Atlas V frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Sjónarspilið varð út frá því að flaugin losaði sig við eldsneyti, og sólin sem horfin var fyrir sjóndeildarhringinn náði að varpa geislum sínum á gasið.

Atlas V var skotið á loft til þess að koma gervihnettinum Landsat-9 á braut um jörðu. Fréttastofa BBC segir að gervihnötturinn sá sé einhver sá  mikilvægasti sem skotið hafi verið á loft.

Landsat-9 er nýjasti gervihnöttur Landsat-kerfisins. Fyrsta slíka hnettinum var skotið á braut um jörðu árið 1972, og hefur kerfinu verið haldið gangandi síðan. Gervihnettirnir eru útbúnir myndavélum sem NASA notar til þess að fylgjast með þróun í landbúnaði, stærð og heilsu skóglendis, hegðun dýra, vatnsgæði, ástand kóralrifja og jökla, svo eitthvað sé nefnt. 

Landsat-9 vinnur samhliða systurhnetti sínum Landsat-8. Gervihnettirnir taka og safna myndum í kringum alla jörðina á átta daga fresti. Enn er þó nokkuð í að nían geti hafist handa. Atlas sleppti takinu á gervihnettinum í um 680 kílómetra hæð yfir jörðu, og þarf Landsat-9 því að nýta eigið vélarafl til að klifra rúma tuttugu kílómetra til viðbótar þaðan sem það fer á braut um jörðu. Búist er við því að öll kerfi verði byrjuð að svara eftir nokkrar vikur, og hefst þá myndatakan úr Landsat-9.

epa05295588 A handout picture made available by NASA's Earth Observatory on 09 May 2016 shows a false-color image acquired by the Enhanced Thematic Mapper Plus (ETM+) on the Landsat 7 satellite of the wildfire that burned through Fort McMurray (C-top
Eldarnir eyddu um 2.400 heimilum og öðrum byggingum og loguðu á um 5.000 ferkílómetrum lands þegar mest var.  Mynd: EPA - NASA/EARTH OBSERVATORY
Mynd af skógareldum í Kanada frá árinu 2016 úr Landsat-7 gervihnettinum.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV