Lögregla handtók æstan mann á slysadeild

28.09.2021 - 07:19
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann á slysadeild Landspítalans. „Tilkynnt var um mjög æstan mann á slysadeild en hann lét öllum illum látum, handtekinn og vistaður í fangaklefa,“ segir í dagbókarfærslu lögreglunnar.

Þá fékk lögregla tilkynningu um einstakling sem gekk út af sjúkrastofnun í Árbænum. Að sögn lögreglu var hann mjög illa haldinn þegar hann fannst og var honum komið til baka.

Í miðborg Reykjavíkur voru tvö handtekin fyrir húsbrot í nýbyggingu. Þau voru handtekin og vistuð í fangaklefa. 

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV